Um Á Allra Vörum

Á allra vörum er kynningar- og fjáröflunarátak þar sem þjóðin sameinast um ákveðið málefni og lætur gott af sér leiða. Það eru þær Gróa Ásgeirsdóttir, Guðný Pálsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir sem eru potturinn og pannan á bak við Á allra vörum.

Hugmyndafræðin gengur út á að velja eitt málefni á ári – málefni sem þarfnast athygli og aðstoðar. Síðan er ákveðið fyrir hverju skal safna, en það verður að liggja skýrt fyrir áður en átakið hefst.

Á allra vörum hefur staðið fyrir árlegum átökumi frá árinu 2008: 

 

  • Árið 2019  Í þetta skiptið nýtur „Eitt líf“ stuðningsins, en þar hefur verið unnið óhefðbundið forvarnarstarf í grunnskólum landsins, sem vakið hefur mikla athygli.  Starfsemin hófst eftir lát ungs drengs, Einars Darra í maí 2018, og byggir á því að fræða börn og ungmenni, foreldra þeirra og kennara um þá hættu sem fylgir neyslu vímuefna og lyfseðilsskyldra lyfja.
  • Árið 2017 Safnað fyrir Kvennaathvarfið og nýju húsnæði fyrir konur og börn sem ekki eiga í nein hús að vernda eftir að dvöl þeirra í Kvennaathvarfinu lýkur.
  • Árið 2015 Barist fyrir bættum samskiptum meðal barna og unglinga. Erindi og Á allra vörum taka höndum saman og ætla að koma á laggirnar samskiptasetri fyrir þá sem glíma við einelti, foreldra og fjölskyldur þeirra. 
  • Árið 2013 Málefni geðheilbrigðis á Íslandi. Safnað var fyrir sérstakri bráðageðdeild fyrir allra veikasta fólkið.
  • Árið 2012 Stuðningsmiðstöð fyrir börn með mjög alvarlega, langvinna og ólæknandi sjúkdóma. Tæplega 100 milljónir söfnuðust og stuðningsmiðstöðin Leiðarljós var opnuð í nóvember 2012. 
  • Árið 2011 Safnað fyrir Neistann til kaupa á nýju hjartaómskoðunartæki fyrir hjartveik börn. 
  • Árið 2010 Safnað var fyrir Ljósið sem var nýtt til að kaupa þak yfir höfuðið – starfsemina á Langholtsvegi.
  • Árið 2009 Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna naut stuðningsins og byggt var hvíldarheimilið Hetjulundur handa veiku börnunum og fjölskyldum þeirra. 
  • Árið 2008 Krabbameinsfélagið fékk fyrsta styrkinn þegar ríflega 50 milljónir söfnuðust og voru nýttar til að kaupa brjóstamyndatæki sem nefnt var Björg

Á allra vörum hefur notið stuðnings fjölda fólks og fyrirtækja í gegnum árin og verður þeim aldrei nægilega þakkað.  Eftirtaldir aðilar eru aðalbakhjarlar átaksins í ár:

ennemm logo
skot-logo
premis
ruv