Afhending á söfnunarfé 2010

Gleðidagur í Ljósinu, Langholtsvegi á aðventu 2010. Á allra vörum stöllurnar afhentu Ljósinu söfnunarfé ársins rétt tæpar 40 milljónir, sem verja á í nýtt húsnæði fyrir Ljósið. Það var þjóðin sem lagði í púkkið með því að kaupa gloss frá Dior og með því að taka þátt í söfnunarþættinum Á allra vörum sem sýndur var á Skjáeinum í ágúst. Takk fyrir það öll og gleðileg jól.