Á allra vörum 2011 - upphaf

Það var mikið um dýrðir á Barnaspítala Hringsins, fimmtudaginn 11. ágúst, þegar átakið Á allra vörum 2011 hófst. Í ár safna landsmenn fyrir nýju hjartagreiningatæki fyrir Barnadeild Hringsins, en það gamla er orðið 14 ára og úr sér gengið. Átakið í ár hefst með sölu á glossum frá Dior, bolum frá Auntsdesign, kvennakvöldi í Kringlunni 18. ágúst og lýkur með söfnunarþætti á Skjánum þann 26. ágúst.