Útvarpsmaraþon á Rás 2, föstudaginn 13.9

12.9.2013

Á morgun, föstudaginn 13. september á milli klukkan 9 og 18, fer fram stórskemmtilegt útvarpsmaraþon á Rás 2, til styrktar Á allra vörum.

Þar mun hlustendum gefast kostur á því að styrkja söfnunina með því að kaupa inn sín uppáhaldslög, nú eða kaupa út þau lög sem þeim hugnast ekki.

Fjöldinn allur af tónlistarfólki og skemmtikröftum mun mæta á svæðið og geta einstaklingar, félagasamtök eða fyrirtæki freistað þess að kaupa inn lög, flutt af þessum skemmtikröftum.  

Allir hinir stórskemmtilegu starfsmenn Rásar 2 munu taka þátt í gleðinni og því lofum við ykkur frábærri skemmtun.

Söfnunarsíminn er 755 5000

En við minnum einnig á styrktarlínurnar 903 1000, 903 3000 og 903 5000 

Fylgist með á Rás 2 á morgun.