Tæplega 100 milljónir söfnuðust

15.9.2012

„Við erum í skýjunum með árangurinn.  Þetta þýðir að við höfum tryggt stuðningsmiðstöðinni fjögur rekstrarár og það er umfram þær væntingar sem við gerðum í upphafi“ segir Gróa Ásgeirsdóttir .

Þær stöllur sem standa að Á allra vörum vilja koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem tóku þátt í átakinu og undirbúningi þess undanfarna mánuði.

„Við hefðum ekki verið á allra vörum án stuðnings bakhjarlanna okkar, Landsbankans, Vistor og Medor, og hvað þá án auglýsingatofunnar Fíton og True North sem framleiddu auglýsingaherferðina okkar.  Það er með ólíkindum hvað hægt er að gera þegar allir leggjast á eitt, en yfir 200 manns lögðu hönd á plóginn og gerðu þessa hugmynda að veruleika“ segir Elísabet Sveinsdóttir

Enn eru til sölu gloss auk þess sem söfnunarnúmerin 903 1000, 903 3000 og 903 5000, verða opin í viku til viðbótar.  „Við erum óendanlega þakklátar fyrir stuðning þjóðarinnar allrar, heildverslunar Halldórs Jónssona ehf og allra söluaðilanna sem selt hafa glossin án þess að taka nokkuð fyrir.  Það er ekki til nóg stór orð til að lýsa þakklæti okkar“ segir Guðný Pálsdóttir.

Hægt er að horfa á þáttinn á ruv.is og á Vod-inu

-